banner
   mið 17. desember 2014 22:49
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn: Alfreð skoraði bæði í Íslendingaslag
Mynd: Getty Images
Sex leikjum var að ljúka í spænska Konungsbikarnum þar sem Alfreð Finnbogason í Real Sociedad tók á móti Diego Jóhannessyni í Real Oviedo.

Báðir leikmenn byrjuðu inná og var Alfreði skipt af velli á 84. mínútu en Diego lék allan leikinn.

Alfreð skoraði bæði mörk leiksins og er efstudeildarlið Sociedad komið áfram, á meðan Diego og félagar eru úr leik í bikarnum.

Getafe sló Eibar úr bikarnum, Espanyol tók Alaves úr umferð og Villarreal lagði Cadiz.

Þá var mikil spenna þegar Granada sló Cordoba út og Levante komst áfram á útivallarmörkum gegn Albacete.

Real Sociedad 2 - 0 Real Oviedo (2-0 samanlagt)
1-0 Alfreð Finnbogason ('28)
2-0 Alfreð Finnbogason ('61)

Eibar 1 - 2 Getafe (1-5 samanlagt)
0-1 Carlos Vigaray ('22)
0-2 Diego Castro ('34)
1-2 Federico Piovaccari ('54, víti)

Espanyol 1 - 0 Alaves (3-0 samanlagt)
1-0 Javi Lopez ('65)

Levante 0 - 0 Albacete (1-1 samanlagt - Levante áfram)

Cordoba 1 - 1 Granada (1-2 samanlagt)
1-0 Florin Andone ('5)
1-1 Diego Mainz ('61)
Rautt spjald: Javi Marquez, Granada ('69)

Villarreal 3 - 0 Cadiz (5-1 samanlagt)
1-0 Manuel Trigueros ('56, víti)
2-0 Gerard Moreno ('79)
3-0 Gerard Moreno ('89)
Athugasemdir
banner
banner
banner