Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   fim 18. desember 2014 19:00
Magnús Már Einarsson
Brennuvargurinn Breno laus úr fangelsi
Breno er með tattú.
Breno er með tattú.
Mynd: Getty Images
Breno, fyrrum varnarmaður FC Bayern, er mættur heim til Brasilíu eftir að hafa verið meira en tvö ár í fangelsi.

Hinn 25 ára gamli Breno kveikti í húsi sínu í Þýskalandi í september árið 2011.

Hann var í kjölfarið dæmdur í fangelsi en hann hefur nú tekið út sinn dóm.

Breno mun nú snúa aftur til Brasilíu og búist er við að hann gangi til liðs við sitt gamla félag Sau Paulo.

,,Ég ber höfuðið hátt þegar ég fer heim til Brasilíu og ég lít á þetta sem nýtt upphaf á mínum ferli," sagði Breno.
Athugasemdir
banner