Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 18. desember 2014 20:30
Daníel Freyr Jónsson
Ödegaard ekki til Bayern - Shaqiri fer hvergi
Martin Ödegaard.
Martin Ödegaard.
Mynd: Getty Images
Norska undrabarnið Martin Odegaard mun af öllum líkindum ekki ganga í raðir FC Bayern.

Ödegaard hefur undanfarið verið í viðræðum við þýska stórveldið og talið var að hann væri nálægt því að ganga í raðir félagsins. Fastlega var búist við að hann myndi skrifa undir samning við félagið á 16. afmælisdegi sínum, sem var í gær.

Pep Guardiola, stjóri Bayern, gaf það hinsvegar út í dag að vængmaðurinn Xherdan Shaqiri verði ekki seldur frá félaginu og er það talið hafa dregið úr áhuga norðmannsins á að ganga í raðir félagsins.

Ljóst er að barist verður um Ödegaard þar sem stærstu félög Evrópu hafa öll áhuga á honum.

Spænsku stórliðin Real Madrid og Barcelona vilja fá leikmanninn til sín, auk liða í ensku úrvalsdeildinni.

Ödegaard er í dag samningsbundinn Stromsgodset í heimalandinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner