Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   fös 19. desember 2014 13:00
Elvar Geir Magnússon
Bayern getur slegið eigið met í kvöld
SkjárSport sýnir leikinn beint 19:30
Manuel Neuer, markvörður Bayern.
Manuel Neuer, markvörður Bayern.
Mynd: Getty Images
Bayern München mætir Mainz í kvöld í síðasta leik sínum í þýsku úrvalsdeildinni fyrir vetrarfrí. Með sigri nær Bayern 45 stigum og slær eigið met á þessum tímapunkti sem er 44 stig.

Bæjarar hafa verið hreint magnaðir í vetur en Arjen Robben skoraði sitt 100. mark fyrir félagið á þriðjudag þegar 2-0 sigur vannst gegn Freiburg.

Það er formsatriði fyrir liðið að tryggja sér meistaratitilinn þetta tímabilið.

Sagan er með Bayern í liði þegar kemur að leikjum gegn Mainz en liðið hefur unnið allar fjórar síðustu viðureignir og skorað 12 mörk.

Varnarmaðurinn Mehdi Benatia fór meiddur af velli gegn Freiburg og verður fjarri góðu gamni í kvöld. Þá eru Robert Lewandowski og Xabi Alonso tæpir.

Leikurinn í kvöld hefst 19:30 en SkjárSport sýnir hann beint.
Athugasemdir
banner
banner