Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   sun 21. desember 2014 11:00
Magnús Már Einarsson
3 dagar til jóla - Heimsliðið: Á kantinum...
Cristiano Ronaldo
Ronaldo er auðvitað í liðinu.
Ronaldo er auðvitað í liðinu.
Mynd: Fótbolti.net
Mynd: Getty Images
Fótbolti.net telur dagana til jóla með því að fá valinkunna einstaklinga til að velja bestu leikmenn heims í sérstakt heimslið. Á hverjum degi fram að jólum kynnum við einn í liðinu og á sjálfum aðfangadegi verður fyrirliðinn kynntur, besti leikmaður heims.

Landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson sér um að velja mann á vinstri kantinn og hann valdi Cristiano Ronaldo.

,,Þetta var nú ekki erfitt val, hann er einfaldlega sá allra besti í boltanum í dag og það er alltaf hægt að treysta á að hann leggji upp eða skori mörk. Þrátt fyrir að hann sé ekki að eiga sinn besta leik þá er hann alltaf mættur inn í teig og er líklegur til að skora," sagði Ronaldo.

,,Þegar ég spilaði við hann á móti Portugal sá ég hversu stór og sterkur hann er, þegar hann fékk boltann þá vissi maður að eitthvað var að fara að gerast. Stundum velti ég því fyrir mér hvort hann sé mannlegur. Hann er klárlega sá mikilvægasti í þessu heimsliði."



Vinstri kantmaður: Cristiano Ronaldo
29 ára - Bestur í heimi 2013.

Fimm staðreyndir um Ronaldo:
- Ronaldo var skírður í höfuðið á Ronald Reagan fyrrum forseta Bandaríkjanna.

- Ronaldo var rekinn úr skólanum þegar hann var 14 ára en þá kastaði hann stól í kennara.

- Faðir Ronaldo var alkóhólisti en hann lést 52 ára gamall. Ronaldo drekkur ekki áfengi.

- Ronaldo er duglegur í ræktinni en hann lyftir samtals um 23.055 kílóum á hverju tímabili.

- Þegar Ronaldo var 15 ára fór hann í hjartaaðgerð.

50 bestu mörk Ronaldo:


Sjá einnig:
Miðjumaður: Lionel Messi
Miðjumaður: Toni Kroos
Miðjumaður: Daniele De Rossi
Vinstri bakvörður: David Alaba
Miðvörður: Vincent Kompany
Miðvörður: John Terry
Hægri bakvörður: Philipp Lahm
Markvörður: Manuel Neuer
Þjálfari: Joachim Löw
Athugasemdir
banner
banner
banner