Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 20. desember 2014 20:15
Jóhann Ingi Hafþórsson
Klopp: Erum eins og algjörir hálfvitar
Jurgen Klopp var harðorður eftir leikinn í dag.
Jurgen Klopp var harðorður eftir leikinn í dag.
Mynd: Getty Images
Jurgen Klopp, þjálfari Dortmund, var allt annað en sáttur eftir 2-1 tap sinna manna gegn Werder Bremen í dag og sagði að sínir menn hafi litið út eins og hálfvitar.

Klopp vonast nú til að Dortmund liðið komi sterkari til baka eftir jólafrí.

Davie Selke kom Bremen yfir snemma leiks og Fin Bartels tvöfaldaði forskot heimamanna eftir um klukkutíma leik.

Mats Hummels minnkaði muninn fyrir Dortmund en það dugði ekki til og komst Bremen af botninum með sigrinum og sendi Dortmund í 17. og næst neðsta sæti deildarinnar.

Klopp var allt annað en sáttur við sína menn eftir leik.

,,Bestu fréttir dagsins eru þær að við þurfum ekki að spila meiri fótbolta á árinu. Við eigum skilið alla okkar gagnrýni og við erum eins og algjörir hálfvitar og það er okkur að kenna."

,,Við þurfum að æfa vel á næstu þremur vikum og laga það sem við höfum gert," sagði Klopp að lokum.

Dortmund hefur leik í Bundesliguni með útileik gegn Bayer Leverkusen, 31. janúar.

Stöðutaflan Rússland Efsta deild - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Zenit 24 15 5 4 44 20 +24 50
2 FK Krasnodar 24 13 7 4 38 23 +15 46
3 Dinamo 24 11 8 5 40 32 +8 41
4 Lokomotiv 24 9 11 4 39 32 +7 38
5 Spartak 24 11 5 8 34 29 +5 38
6 CSKA 24 9 10 5 44 33 +11 37
7 Kr. Sovetov 24 10 6 8 42 35 +7 36
8 Rostov 24 9 7 8 36 38 -2 34
9 Rubin 24 9 6 9 21 30 -9 33
10 Nizhnyi Novgorod 24 8 4 12 22 30 -8 28
11 Orenburg 24 6 8 10 27 31 -4 26
12 Fakel 24 6 8 10 19 27 -8 26
13 Ural 24 6 6 12 24 38 -14 24
14 Baltica 24 6 5 13 23 28 -5 23
15 Akhmat Groznyi 24 6 5 13 23 37 -14 23
16 Sochi 24 4 7 13 26 39 -13 19
Athugasemdir
banner