Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   lau 20. desember 2014 20:53
Jóhann Ingi Hafþórsson
Pepe Mel tekinn við Real Betis (Staðfest)
Pepe Mel.
Pepe Mel.
Mynd: Getty Images
Pepe Mel, fyrrverandi þjálfari West Brom hefur verið ráðinn þjálfari spænska liðsins Real Betis til lok leiktíðarinnar. Liðið leikur í næstefstu deild Spánar.

Hinn 51 árs gamli Mel er þar með kominn til Betis í þriðja skipti en hann kom þeim upp um deild árið 2011 ásamt því að liðið komst í Evrópu deildina undir hans stjórn, árið 2013.

Mel spilaði einnig með liðinu sem framherji á árunum 1989 og 1993 þar sem hann skoraði 50 mörk í 112 leikjum.

Betis féllu úr úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð en þeir eru í fjórða sæti 1.deildarinnar, sex stigum á eftir Las Palmas sem eru á toppnum.
Athugasemdir
banner
banner