Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 20. desember 2014 22:30
Jóhann Ingi Hafþórsson
Koeman: Komnir aftur á beinu brautina
Ronald Koeman, þjálfari Southampton.
Ronald Koeman, þjálfari Southampton.
Mynd: Getty Images
Ronald Koeman, þjálfari Southampton segir að liðið sé komið aftur á beinu brautina eftir 3-0 sigur gegn Everton í dag.

Liðið hafði tapað fjórum deildarleikjum í röð fyrir leikinn í dag en sjálfsmark frá Romelu Lukaku og mörk frá Graziano Pelle og Maya Yoshida tryggðu öruggan sigur og er Southampton því aðeins tveimur stigum frá meistaradeildarsæti.

Southampton tapaði einnig deildarbikarleik gegn Sheffield United á þriðjudaginn og breytti Koeman um taktík fyrir leikinn í dag og segir Koeman það hafa gengið vel upp.

,,Vonum að þetta komi liðinu aftur á beinu brautina. Eina svarið sem við gátum gefið eftir töpin er inni á vellinum. Við vorum frábærir. Við skiptum um taktík og það virkaði vel og við vorum vel skipulagðir," sagði Hollendingurinn.

,,Við spiluðum vel og vorum ógnandi í teignum. Við sköpuðum ekki mikið en skoruðum þrisvar. Þetta er týpískur fótbolti, einn daginn er allt svart, þann næsta er allt hvítt. Ég veit það, ég hef verið í boltanum lengi."

Athugasemdir
banner
banner
banner