lau 20. desember 2014 22:00
Jóhann Ingi Hafþórsson
Ítalía: Roma og AC Milan skildu markalaus
Keisuke Honda og Francesco Totti í leiknum í kvöld.
Keisuke Honda og Francesco Totti í leiknum í kvöld.
Mynd: Getty Images
Roma 0 - 0 Milan
Rautt spjald:Pablo Armero, Milan ('70)

Roma fékk í dag gullið tækifæri til að minnka forskot Juventus á toppi ítölsku deildarinnar í aðeins eitt stig en til þess þurfti liðið að vinna AC Milan á heimavelli.

Milan liðið sat í sjöunda sæti fyrir leikinn.

Roma var töluvert meira með boltann en tókst ekki að skapa sér mikið af opnum færum og vörðust Milan liðar vel.

Pablo Armero, leikmaður Milan, fékk að líta sitt annað gula spjald á 70. mínútu fyrir hendi og reyndu heimamenn allt hvað þeir gátu að nýta sér liðsmuninn en allt kom fyrir ekki og markalaust jafntefli staðreynd.

Roma eru því fjórum stigum á eftir Juventus á meðan Milan liðið situr enn í sjöunda sæti.
Athugasemdir
banner
banner