Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   sun 21. desember 2014 07:30
Jóhann Ingi Hafþórsson
Sergio Ramos valinn bestur á HM félagsliða
Sergio Ramos og Cristiano Ronaldo með verðlaun sín í kvöld.
Sergio Ramos og Cristiano Ronaldo með verðlaun sín í kvöld.
Mynd: Getty Images
Sergio Ramos, leikmaður Real Madrid, var valinn besti leikmaður HM félagsliða þegar liðið varð heimsmeistari í gærkvöldi.

Spánverjinn skoraði sitt annað mark í keppninni í úrslitaleiknum og kom Real Madrid 1-0 yfir gegn San Lorenzo en Real vann leikinn 2-0 á endanum.

Ramos varð að lokum valinn besti leikmaður mótsins en Cristiano Ronaldo var valinn næst bestur. Ivan Vucelich var valinn þriðji bestur en hann er fyrirliði Auckland City sem endaði í þriðja sæti keppninnar.

Ramos viðurkenndi eftir leik að hann átti ekki að spila leikinn þar sem hann varð fyrir meiðslum í undanúrslitum gegn Cruz Azul.

,,Það er satt, ég tók áhættu þar sem ég var meiddur, en mig virkilega langaði að spila leikinn," sagði Ramos.

,,Þetta var erfið keppni og við erum hæstánægðir með að hafa unnið. Ég er mjög stoltur að hafa hjálpað með mörkunum."
Athugasemdir
banner
banner
banner