sun 21. desember 2014 12:26
Arnar Geir Halldórsson
Vidic úti í kuldanum hjá Mancini
Vidic á Laugardalsvellinum í haust
Vidic á Laugardalsvellinum í haust
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Juventus fylgist grannt með gangi mála hjá Nemanja Vidic þessa dagana.

Vidic virðist ekki eiga upp á pallborðið hjá Roberto Mancini en serbneska varnartröllið hefur ekki spilað eina einustu mínútu síðan Mancini tók við stjórnartaumunum á San Siro.

Meiðslavandræði hafa herjað á varnarlínu Juventus og vonast forráðamenn Juventus til að geta fengið Vidic nokkuð ódýrt frá Mílanóliðinu en Vidic kom á frjálsri sölu til Inter síðasta sumar eftir frábær ár á Old Trafford.

Það hefur lítið gengið hjá Inter í vetur og situr liðið í 11.sæti Serie A en talið er að Mancini muni stokka hressilega upp í leikmannahópnum og það jafnvel strax í janúar.
Athugasemdir
banner
banner
banner