sun 21. desember 2014 13:46
Arnar Geir Halldórsson
Djukic: Við gerðum okkur að fíflum
Miroslav Djukic, þjálfari Cordoba
Miroslav Djukic, þjálfari Cordoba
Mynd: Getty Images
Miroslav Djukic, þjálfari Cordoba, var frekar pirraður eftir 5-0 tap gegn Barcelona í La Liga í gær og segir leikmenn sína hafa verið uppteknari af treyjuskiptum en leiknum sjálfum.

,,Okkur skorti hugrekki. Við vorum bara komnir hingað til að skipta á treyjum. Ég skammast mín. Við vorum byrjaðir að biðja um eiginhandaáritanir og treyjuskipti áður en leikurinn byrjaði. Ef þú ætlar að gera eitthvað á þessum velli þarftu að hafa stolt."

,,Barca skoraði tvö mörk úr föstum leikatriðum. Mér líkaði ekki það sem ég sá í dag. Við verðum að laga hugarfarið. Það er ekkert til að skammast sín fyrir að tapa á móti Barcelona en við áttum að gera betur. Þeir þurftu ekki að hafa fyrir sigrinum."
sagði Serbinn sem tók þó sökina líka á sig.

,,Ég ber mikla ábyrgð. Leikmennirnir endurspegla þjálfarann og við gerðum okkur að fíflum." sagði Djukic að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner