sun 21. desember 2014 16:31
Arnar Geir Halldórsson
Poyet: Ætlaði að taka Johnson af velli
Poyet fagnaði sem óður væri í dag
Poyet fagnaði sem óður væri í dag
Mynd: Getty Images
Gus Poyet, stjóri Sunderland, var í skýjunum eftir sigurinn á Newcastle á St.James´ Park í dag.

Sunderland hefur gengið einkar vel á heimavelli Newcastle undanfarin ár og Poyet talaði um hversu mikla þýðingu þessar viðureignir hefðu.

,,Til að skilja hvað þetta þýðir þarftu að búa hérna. Að sjá andlitin á fólki, þau tala ekki um neitt annað en þennan leik. Þetta var besta gjöfin sem leikmennirnir gátu gefið stuðningsmönnunum, þrjú stig á móti erkifjendunum, og þetta var fyllilega verðskuldað."

,,Við fengum betri færi en það þurfti eitthvað sérstakt til að vinna þennan leik. Áður en við skoruðum bjargaði Costel Pantilimon okkur."
sagði Úrúgvæjinn sem viðurkenndi að hann hafi næstum verið búinn að taka Adam Johnson af velli en það var Johnson sem skoraði sigurmarkið á 90.mínútu.

,,Ég ætlaði að skipta Adam Johnson útaf en það sást langar leiðir hvað hann langaði til að vinna leikinn. Það er oft stutt á milli en við héldum trúnni allan leikinn. Við ætluðum okkur þrjú stig í dag." sagði Poyet að lokum.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner