Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   mán 22. desember 2014 16:49
Magnús Már Einarsson
Aston Villa áfrýjar spjaldinu hjá Agbonlahor
Leikmenn Aston Villa mótmæla rauða spjaldinu um helgina.
Leikmenn Aston Villa mótmæla rauða spjaldinu um helgina.
Mynd: Getty Images
Aston Villa hefur ákveðið að áfrýja rauða spjaldinu sem Gabriel Agbonlahor fékk gegn Manchester United um helgina.

Agbonlahor fékk beint rautt hjá Lee Mason dómara eftir tæklingu á Ashley Young en dómurinn þótti mjög umdeildur.

Agbonlahor á að fara í þriggja leikja bann sem þýðir að hann mun missa af komandi leikjum gegn Swansea, Sunderland og Crystal Palace.

Aston Villa vonast hins vegar til að enska knattspyrnusambandið felli rauða spjaldið niður og Agbonlahor geti tekið þátt í leikjunum yfir hátíðarnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner