Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Enski boltinn - Heimskur og heimskari
Innkastið - Flugbraut fyrir meistarana og norðlensk neikvæðni
Niðurtalningin - Endar titillinn enn eitt árið á Hlíðarenda?
Niðurtalningin - Silfur er alls ekki nóg í Kópavoginum
Niðurtalningin - Dreymir um að endurtaka leikinn frá 2012
Útvarpsþátturinn - Brottvísun sem eyðilagði leikinn
Niðurtalningin - Skemmtikraftarnir úr Kaplakrika
Niðurtalningin - Nýjar áherslur og spennandi tímar í Garðabænum
Niðurtalningin - Nýir tímar í Laugardalnum
Niðurtalningin - Hamingjan er í Víkinni
Hugarburðarbolti Þáttur 12
Niðurtalningin - Andinn á Sauðárkróki er einstakur
Enski boltinn - Er titilbaráttan bara búin?
Innkastið - Víkingur vinnur leiki sem Valur vinnur ekki
Niðurtalningin - Ásþórsdætur í Fylkisspjalli
Niðurtalningin - Ekki afskrifa Keflvíkingana
Útvarpsþátturinn - Kraftur í KR og umdeild dómgæsla
Enski boltinn - El Meistaradeildarveisla
Innkastið - Fljúgandi start og fullar stúkur
Hugarburðarbolti Þáttur 11
   mán 29. desember 2014 13:30
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Upptaka - Jón Daði: Er mjög dómharður á sjálfan mig
Jón Daði í upphitun með landsliðinu.
Jón Daði í upphitun með landsliðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsþjálfarinn Heimir Hallgrímsson spjallar við Jón Daða eftir tapið gegn Tékklandi.
Landsliðsþjálfarinn Heimir Hallgrímsson spjallar við Jón Daða eftir tapið gegn Tékklandi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hann átti frábæran leik gegn Hollandi.
Hann átti frábæran leik gegn Hollandi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jón Daði Böðvarsson stimplaði sig af krafti inn í íslenska landsliðið á árinu. Hann er staddur hér á landi í jólafríi og heimsótti útvarpsþátt okkar á laugardag.

Það kom mörgum á óvart að sjá hann í byrjunarliði Íslands í fyrsta leik í undankeppni EM en hann skoraði fyrsta markið í 3-0 sigri gegn Tyrkjum.

„Þetta gerist fljótt. Ég fann mig vel á æfingum fyrir Tyrkjaleikinn og náði ég að fá traust Heimis og Lars sem létu mig byrja. Maður þurfti bara að taka það á sig og gera sitt besta. Eðlilega brá manni smá fyrst að sjá að maður átti að byrja. Þetta var fyrsti alvöru leikurinn minn og það kom smá stress með spennu. Svo var leikurinn ein adrenalínsprauta í 90 mínútur," segir Jón Daði sem hefur verið í byrjunarliðinu í öllum fjórum leikjum Íslands.

Hann átti frábæran leik eins og aðrir leikmenn Íslands í sigrinum gegn Hollandi sem vakti heimsathygli.

„Ég gleymi því ekki að eftir leikinn kom Auðun bróðir minn sem hefur alltaf verið til staðar fyrir mig í fótboltanum og spurði hvort ég væri búinn að átta mig á því við hverja ég hefði verið að spila. Ég var voðalega rólegur, þetta eru bara gaurar þó þeir séu góðir í fótbolta. Maður sá samt að maður var búinn að ná lengra í boltanum. Maður var á Selfossi en er svo allt í einu kominn í landsliðið. Það var smá vakning að sjá að maður var kominn þar sem manni langar að vera."

Nánast grátandi eftir leik
Ísland tapaði gegn Tékklandi ytra þar sem Jón Daði skoraði ótrúlegt sjálfsmark.

„Þetta var steiktasta mark sem ég hef skorað. Maður var eins og lítil stelpa eftir leikinn, nánast grátandi. Manni langaði svo að vinna en átti þátt í báðum mörkunum þeirra einhvern veginn og ég er svo dómharður á sjálfan mig. Svona er fótboltinn," segir Jón Daði.

Meðan allt var í blóma með landsliðinu gekk ekki eins vel hjá félagsliði hans, Viking í Noregi.

„Þetta var svolítið svart og hvítt og var erfitt. Maður kemur í Viking og fer að heyra leiðindahluti sem er verið að segja um mann. Talað var um að ég væri að spila vel fyrir landsliðið en ekki að skila því hjá Viking. Maður kemur í landsliðið þar sem allir blómstruðu af sjálfstrausti meðan illa gekk hjá Viking"

Fær hjálp íþróttasálfræðings
Jón Daði fór afar vel af stað á liðnu tímabili í Noregi og skoraði til dæmis tvö mörk gegn Rosenborg en hann er búinn með tvö ár með Viking.

„Eftir þennan leik fór sjálfstraustið mjög hátt upp því áður hafði það ekki verið nægilega gott. Þetta gaf mér andlegan styrk. Ég var meira tilbúinn á öðru tímabilinu."

„Fyrsta tímabilið mitt þarna var algjör lærdómur. Ég kom frá Selfossi 2012 til Viking sem er stór og þekktur klúbbur í Noregi. Alltaf með um tíu þúsund manns á leikjum. Það var stórt stökk og það var erfitt fyrir mig að vera með þetta allt í einu á herðunum. Gæðin voru betri og það komu efasemdir í mann, maður fór að hugsa hvort maður væri ekki nægilega góður sem var auðvitað ekki satt. Fyrsta tímabilið var erfitt en ég lærði mikið á því," segir Jón Daði sem hefur leitað hjálpar íþróttasálfræðings.

„Þegar maður lenti í þessum krísum fór maður að halda að maður væri ekki í nægilega góðu formi eða ekki nægilega góður. Ég hljóp alltaf aukalega en svo kemst maður að því að þetta er bara hausinn á manni. Hausinn og andlega hliðin er vanmetinn þáttur í íþróttum. Þá talaði ég við Viðar Halldórsson íþróttasálfræðing og hann hefur hjálpað mér alveg helling. Ég tala enn við hann í dag."

Er ekki týpa sem drulla yfir allt og alla
Jón Daði komst í fréttirnar í Noregi fyrir að gagnrýna þjálfara sinn en það mál var grafið fljótt.

„Maður var eins og aðrir leikmenn ósáttur við gengi liðsins og fannst ekkert vera að gerast til að liðið myndi bæta sig og komast úr þessari stöðu. Maður sagði kannski eilítið of mikið í viðtalinu og maður var tekinn aðeins á teppið fyrir það og svo var það bara búið," segir Jón Daði.

„Þeir vildu að ég hefði talað við þá sjálfa í stað þess að fara með þetta í fjölmiðla. Það er alveg rétt. Það var gert of mikið úr þessu í fjölmiðlum og þjálfararnir vita að það er ýmislegt tekið úr samhengi. Þeir þekkja mig líka það vel að þeir vita að ég er ekki týpa sem er að drulla yfir allt og alla í fjölmiðlum."

Jón Daði hefur öðlast mikinn líkamlegan styrk síðan hann fór til Noregs.

„Styrktar- og formæfingarnar eru mjög fagmannlegar og þarna eru menn komnir miklu lengra en til dæmis á Selfossi. Á Selfossi var bara sagt við mann: 'Þú ert með bolta, hlauptu og reyndu að skora'. Maður var ekki með mesta leikskilninginn og ekki með sama styrk í skrokknum. Eftir að ég kom út hef ég bætt mig heilan helling sem leikmaður og lært mikið."

Auk Jóns eru fjórir aðrir Íslendingar hjá liðinu; Indriði Sigurðsson, Sverrir Ingi Ingason, Steinþór Freyr Þorsteinsson og Björn Daníel Sverrisson.

„Við erum aðallega saman á æfingum og æfingasvæðinu. Auðvitað hittumst við af og til. Þetta eru allt fagmenn en mjög ólíkir einstaklingar. Við tölum mikið við hvorn annan og erum góðir félagar," segir Jón Daði.

Jón Daði hefur verið orðaður við stærri félög eftir frábæra frammistöðu með íslenska landsliðinu. Verður hann í búningi Viking á komandi ári?

„Góð spurning. Ég veit það ekki. Það er erfitt að segja. Ég hef heyrt af áhuga frá Belgíu og Hollandi en ég veit ekkert hvaða lið það eru. Ég held að það komi bara í ljós í janúar. Ég fer samt ekki í hvaða lið sem er. Það verður að vera lið sem hentar mínum leikstíl," segir Jón Daði.

„Eins og staðan er í dag er ég leikmaður Viking og á ár eftir af samningi mínum þar. Maður mætir bara þangað og vinnur vinnuna sína. Mér var boðinn nýr samningur en ég sagðist vilja taka mér tíma og bíða með að svara því. Þeir virða það."
Athugasemdir
banner
banner
banner