Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 09. janúar 2015 13:28
Magnús Már Einarsson
Landsliðshópurinn gegn Kanada - Sex nýliðar
Elías Már Ómarsson er í hópnum.
Elías Már Ómarsson er í hópnum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Haukur Heiðar er í hópnum.
Haukur Heiðar er í hópnum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ólafur Karl er nýliði.
Ólafur Karl er nýliði.
Mynd: Ingólfur Hannes Leósson
Nú rétt í þessu tilkynntu Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerback landsliðshópinn sem mætir Kanada í vináttuleikjum í Florida þann 16 og 19. janúar næstkomandi.

Ekki er um alþjóðlega leikdaga að ræða og því vantar marga fastamenn í íslenska hópinn að þessu sinni.

Sex leikmenn í hópnum hafa ekki leikið landsleik áður en það eru Haukur Heiðar Hauksson, Hörður Árnason, Kristinn Steindórsson, Ólafur Karl Finsen, Elías Már Ómarsson og Hólmbert Aron Friðjónsson.

Þá koma leikmenn eins og Jón Guðni Fjóluson og Hjörtur Logi Valgarðsson aftur inn í hópinn eftir langt hlé.

,,Þessir leikir sem við erum að fá núna eru svo mikilvægir. Við verðum líka að hugsa um framtíðina og gefa mönnum tækifæri á að sýna sig," sagði Heimir Hallgrímsson á fréttamannafundi í dag.

Nokkur félög neituðu KSÍ um að leikmenn lausa í verkefnið þrátt fyrir að tímabilið sé ekki í gangi hjá þeim.

Ragnar Sigurðsson, Viðar Örn Kjartansson, Helgi Valur Daníelsson, Hólmar Örn Eyjólfsson, Birkir Már Sævarsson fengu ekki leyfi hjá sínum félögum til að taka þátt í verkefninu og þeir Arnór Ingvi Traustason og Aron Elís Þrándarson eru frá vegna meiðsla.

Sex leikmenn úr hópnum koma voru í U21 árs landsliðinu í síðustu undankeppni en meðalaldurinn í hópnum er 24 ár.

Hópurinn í heild - Landsleikjaföldi innan sviga

Markmenn:
Hannes Þór Halldórsson - Sandnes Ulf (26)
Ögmundur Kristinsson - Randers (2)
Ingvar Jónsson - Start (1)

Varnarmenn:
Sölvi Geir Ottesen Jónsson - FC Ural (25)
Theodór Elmar Bjarnason - Randers (14)
Hallgrímur Jónasson - OB (12)
Jón Guðni Fjóluson - Sundsvall (8)
Hjörtur Logi Valgarðsson - Sogndal (5)
Sverrir Ingi Ingason - Viking (1)
Haukur Heiðar Hauksson - AIK (0)
Hörður Árnason - Stjarnan (0)

Miðjumenn:
Rúrik Gíslason - FC Kaupmannahöfn (33)
Björn Daníel Sverrisson - Viking (1)
Guðlaugur Victor Pálsson - Helsingborg (1)
Guðmundur Þórarinsson - Sarpsborg (1)
Rúnar Már Sigurjónsson - Sundsvall (1)
Þórarinn Ingi Valdimarsson - FH (1)
Kristinn Steindórsson - Columbus Crew (0)
Ólafur Karl Finsen - Stjarnan (0)

Sóknarmenn:
Matthías Vilhjálmsson - Start (11)
Jón Daði Böðvarsson - Viking (8)
Elías Már Ómarsson - Keflavík (0)
Hólmbert Aron Friðjónsson - Bröndby (0)
Athugasemdir
banner
banner