banner
   sun 25. janúar 2015 11:08
Arnar Geir Halldórsson
Hörð barátta um Pogba - Berbatov snýr aftur til Englands
Powerade
Pogba er orðaður við enska boltann
Pogba er orðaður við enska boltann
Mynd: Getty Images
Berbatov gæti snúið aftur til London
Berbatov gæti snúið aftur til London
Mynd: Getty Images
Tottenham og Man Utd vilja Depay
Tottenham og Man Utd vilja Depay
Mynd: Getty Images
Sunnudagsslúðrið er á sínum stað og er af nógu að taka. BBC tók saman



Man City, Man Utd og Chelsea munu berjast um Paul Pogba, leikmann Juventus, næsta sumar og er talið að punga þurfi út 75 milljónum punda til að kaupa leikmanninn. (Sunday Mirror)

Man Utd gæti reynt að fá Nathaniel Clyne en útsendarar á vegum félagsins hafa fylgst náið með honum undanfarið. (Daily Star)

Meira af Man Utd, en félagið mun veita Tottenham samkeppni um kaup á Memphis Depay, leikmanni PSV, en Depay vakti athygli með hollenska landsliðinu á HM í Brasilíu síðasta sumar. (Sunday Express)

Roberto Mancini er vongóður um að fá Yaya Toure til Inter og er talið að Fílbeinsstrendingurinn sé tilbúinn að lækka sig um helming í launum til að spila aftur undir stjórn Mancini. (Sunday Mirror)

Ronald Koeman, stjóri Southampton, hefur áhuga á Terence Kongolo og Svan van Beek. Þessir ungu leikmenn eru á mála á Feyenoord, þar sem Koeman var við stjórnvölin. (Mail on Sunday)

Everton á í viðræðum við Molde um kaup á norska landsliðsmarkverðinum, Orjan Nyland. Everton lítur á hann sem kjörinn arftaka fyrir Tim Howard en þessi 24 ára gamli leikmaður er verðmetinn á 5,5 milljónir punda. (The Sun)

QPR ætlar að reyna að klófesta Dimitar Berbatov, leikmann Monaco, áður en janúarglugginn lokar en talið er að Berbatov hafi áhuga á að flytja aftur til London. (Daily Star)

Bafetimbi Gomis, framherji Swansea, er sagður hafa verið að leita sér að íbúð í London á dögunum en Crystal Palace er tilbúið að punga út 9 milljónum punda fyrir þjónustu leikmannsins. (Sunday Express)

Darren Fletcher er við það að ganga til liðs við West Ham þar sem hann mun skrifa undir þriggja og hálfs árs samning. (Sunday Telegraph)

Raheem Sterling hefur í tvígang hafnað samningstilboði frá Liverpool en hann á enn rúm tvö ár eftir af samningi sínum við félagið. (Sunday Mirror)

Glen Johnson mun hafna Roma og skrifa undir nýjan samning við Liverpool. (Mail on Sunday)
Athugasemdir
banner
banner