þri 27. janúar 2015 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Bamba og Ngoyi til Leeds (Staðfest)
Sol Bamba á yfir 40 landsleiki að baki fyrir Fílabeinsströndina.
Sol Bamba á yfir 40 landsleiki að baki fyrir Fílabeinsströndina.
Mynd: Getty Images
Miðjumaðurinn Granddi Ngoyi er búinn að skrifa undir lánssamning við Leeds United sem gildir út tímabilið.

Ngoyi er 26 ára miðjumaður Palermo sem hefur áður spilað fyrir PSG og Troyes í frönsku deildinni en hefur ekki tekist að festa sig í sessi á Ítalíu.

Varnarmaðurinn Souleymane Bamba kemur þá einnig frá Palermo til Leeds á lánssamning út tímabilið.

Bamba er 29 ára gamall miðvörður sem kom til Palermo síðasta haust og hefur áður leikið í Championship deildinni með Leicester City.

Bamba lék í Skotlandi í fimm ár áður en hann fór til Leicester og svo Trabzonspor í Tyrklandi. Hann hóf ferilinn hjá PSG, rétt eins og Ngoyi.
Athugasemdir
banner
banner
banner