Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 27. janúar 2015 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Delph: Myndi hlaupa gegnum múrvegg fyrir strákana
Mynd: Getty Images
Það kom mörgum á óvart þegar Fabian Delph, einn besti leikmaður Aston Villa, ákvað að framlengja samning sinn við félagið til ársins 2019.

Nokkur stórlið hafa áhuga á miðjumanninum Delph sem vill þó spila áfram fyrir uppáhaldsliðið sitt.

Delph er 25 ára gamall og viðurkenndi að liðsfélagar hans hafi verið hissa þegar þeir komust að því að hann skrifaði undir.

,,Strákarnir eru himinlifandi. Þegar ég sagði þeim frá þessu horfðu sumir þeirra á mig í sjokki og trúðu mér ekki," sagði Delph.

,,Þeir sjá mikið í mér, þeir eru ánægðir að halda mér hérna vegna þess að ég gef allt í sölurnar. Ég lít á liðsfélagana eins og fjölskyldu, bræður, ég myndi hlaupa gegnum múrvegg fyrir þá, þeir eru meira en liðsfélagar.

,,Ég og stjórinn (Paul Lambert) eigum í frábæru sambandi. Við spjöllum mikið saman og hann breytti æfingunum mínum mikið. Ég æfði bara tvisvar í viku en eftir að ég byrjaði að taka léttar æfingar og æfa á hverjum degi hefur mér farið gríðarlega fram."

Athugasemdir
banner
banner
banner