mið 28. janúar 2015 07:00
Alexander Freyr Tamimi
Mourinho um meint brot Costa: Algert slys
Costa og Gerrard lentu næstum því í slag í leiknum.
Costa og Gerrard lentu næstum því í slag í leiknum.
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho, stjóri Chelsea, vildi ekki meina að Diego Costa hefði viljandi traðkað á Emre Can í 1-0 sigri sinna manna gegn Liverpool í undanúrslitum enska deildabikarsins í gær.

Afar snemma í leiknum virtist framherjinn greinilega traðka viljandi á Can og hefði hugsanlega átt að fá rautt spjald, en ekkert var dæmt.

,,Ég verð að segja algert slys. Hann var að teygja sig í boltann," sagði Mourinho eftir leikinn.

,,Ég vil ekki tjá mig um atvik og atvik. Ef ég á að tjá mig um eitthvað vil ég tjá mig um eitthvað sem ég veit. Þegar leikmaður stöðvar skyndisókn með höndinni er það gult spjald, þegar leikmaður sparkar í leikmann í teignum er það víti."

,,Ræðið um Costa og vítið sem hann átti að fá, leyfið Costa að spila sinn fótbolta."


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner