Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 28. janúar 2015 14:37
Elvar Geir Magnússon
Ronaldo fékk tveggja leikja bann
Ronaldo sá rautt.
Ronaldo sá rautt.
Mynd: Getty Images
Cirstiano Ronaldo hefur verið dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að sparka í andstæðing sinn í leik Real Madrid gegn Cordoba síðasta laugardag.

Þetta var tilkynnt rétt áðan.

Ronaldo var í basli í leiknum og missti stjórn á skapi sínu. Hann ýtti fyrst við Jose Crespo án þess að dómarinn tók eftir því og síðan sparkaði í Edimar sem orsakaði rautt spjald.

Real vann á endanum 2-1 og Ronaldo baðst afsökunar á hegðun sinni á Twitter strax eftir leik.

Portúgalski vængmaðurinn verður í banni gegn Real Sociedad og Sevilla en getur leikið í grannaslagnum gegn Atletico Madrid.
Athugasemdir
banner
banner
banner