Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   mið 28. janúar 2015 22:15
Ívan Guðjón Baldursson
Einkunnir úr Atletico - Barca: Neymar maður leiksins
Neymar yngri skoraði tvö mörk Börsunga og var besti maður vallarins gegn Atletico Madrid.
Neymar yngri skoraði tvö mörk Börsunga og var besti maður vallarins gegn Atletico Madrid.
Mynd: Getty Images
Barcelona er komið í undanúrslit spænska bikarsins eftir að hafa lagt Atletico Madrid af velli.

Neymar gerði tvö af þremur mörkum Börsunga í funheitum leik þar sem hart var barist og dramatíkin var við völd.

Tveir leikmenn Atletico fengu rautt spjald í leiknum og voru bæði lið gríðarlega ósátt með dómgæsluna í leiknum.

Goal.com valdi Neymar sem besta mann vallarins en Fernando Torres, Jordi Alba, Andres Iniesta og Lionel Messi voru einnig öflugir í leiknum.

Gabi og Mario Suarez sem fengu rautt spjald fengu 4 í einkunn, rétt eins og Jan Oblak í marki Atletico og varnarmaðurinn Miranda sem skoraði sjálfsmark. Javier Mascherano var sá eini sem fékk 4 í einkunn í liði Börsunga.

Atletico Madrid:
Jan Oblak - 4
Jose Gimenez - 5
Guilherme Siqueira - 6
Juanfran - 6
Miranda - 4
Raul Garcia - 6
Gabi - 4
Arda Turan - 5
Mario Suarez - 4
Antoine Griezmann - 5
Fernando Torres - 7
(Gamez 6, Cani 6, Saul 6)

Barcelona:
Ter Stegen - 5
Dani Alves - 6
Gerard Pique - 6
Jordi Alba - 7
Andres Iniesta - 7
Ivan Rakitic - 6
Javier Mascherano - 4
Sergio Busquets - 7
Luis Suarez - 6
Neymar - 8 Maður leiksins
Lionel Messi - 7
(Mathieu 6, Rafinha 6, Pedro 6)
Athugasemdir
banner
banner
banner