fim 29. janúar 2015 22:00
Daníel Freyr Jónsson
Heimild: Football Italia 
Seydou Doumbia gæti farið til Roma
Seydou Doumbia.
Seydou Doumbia.
Mynd: Getty Images
Roma á í viðræðum við CSKA Mosvka um kaup á framherjanum Seydou Doumbia og gæti hann gengið í raðir liðsins fyrir lok félagaskiptagluggans.

Frá þessu greina ítalskir fjölmiðlar, en Roma hefur verið á höttunum eftir þeim Luiz Adriano og Yehven Konoplyanka hjá Shakhtar Donetsk. Samkomulag hefur hinsvegar ekki náðst þar og hafa forráðamenn Roma nú beint athygli sinni að Doumbia.

Doumbia er 27 ára gamall og hefur vakið athygli fyrir vaska framgöngu í Meistaradeildinni í vetur.

Skoraði hann þrjú mörk í fimm leikjum í riðlakeppninni, en í heildina er hann með 11 mörk í 19 leikjum í öllum keppnum.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner