Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 30. janúar 2015 06:00
Daníel Freyr Jónsson
Loks áhugi á Anderson - Gæti farið heim til Brasilíu
Anderson í leik með United.
Anderson í leik með United.
Mynd: Getty Images
Brasilíska félagið Internacional á í viðræðum við Manchester United um að fá miðjumanninn Anderson.

Miklar vonir voru bundnar við Anderson þegar hann var keyptur fyrir 20 milljónir punda árið 2007, en hann hefur átt í miklum erfiðleikum með að festa sig í sessi undanfarin tímabil.

Var hann meðal annars lánaður til Fiorentina á síðari helming síðustu leiktíðar, en ítalska félagið ákvað að það myndi ekki kaupa leikmanninn.

Fyrr í mánuðinum var greint frá því að ekkert félag hefði spurt um Anderson, en nú hefur orðið breyting á og gæti hann því farið frá félaginu um helgina.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner