Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 30. janúar 2015 07:30
Daníel Freyr Jónsson
Antonio Cassano á leið heim til Bari?
Antonio Cassano.
Antonio Cassano.
Mynd: Getty Images
Ítalinn Antonio Cassano mun af öllum líkindum ganga í raðir Bari á næstu dögum, 14 árum eftir að hafa verið seldur frá félaginu fyrir 30 milljónir evra.

Cassano sló í gegn ungur að árum með Bari og keypti Roma hann á metfé þegar hann var 19 ára gamall.

Hann hefur síðan þá fari á flakk og spilað með Real Madrid, Sampdoria, AC Milan og Inter, auk þess sem hann lék síðustu tvö ár með Parma. Hann yfirgaf hinsvegar Parma á dögunum eftir að samningi hans var rift.

Forseti Bari hefur staðfest að Cassano gæti komið til félagsins og segir að það gæti lyft félaginu á annan stall, en félagið spilar í Serie B.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner