Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   fös 30. janúar 2015 23:12
Brynjar Ingi Erluson
Reykjavíkurmótið: Valur í undanúrslit - Víkingur vann
Haukur Páll Sigurðsson skoraði fyrir Val
Haukur Páll Sigurðsson skoraði fyrir Val
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tveimur leikjum í Reykjavíkurmótinu var að ljúka en Víkingur lagði ÍR með einu marki gegn engu. Valsmenn komust í undanúrslitin með því að gera jafntefli við Þrótt.

Haukur Baldvinsson skoraði sigurmark Víkings gegn ÍR í kvöld en þrátt fyrir þennan sigur tókst Víkingum ekki að koma sér í undanúrslitin.

Valur og Þróttur gerðu 2-2 jafntefli en Þróttar komust í tveggja marka foyrstu. Vilhjálmur Pálmason kom Þrótturum yfir en Viktor Jónsson skoraði síðara mark Þróttara áður en Kristinn Freyr Sigurðsson minnkaði muninn. Það var svo Haukur Páll Sigurðsson sem jafnaði metin og skaut þar með Valsmönnum í undanúrslit.

Fjölnir og KR komust í undanúrslitin úr A-riðlinum og því allt klárt hvaða lið fara í undanúrslitin.

Úrslit og markaskorarar:

Víkingur R. 1 - 0 ÍR
1-0 Haukur Baldvinsson ('10 )

Valur 2 - 2 Þróttur R.
0-1 Vilhjálmur Pálmason
0-2 Viktor Jónsson
1-2 Kristinn Freyr Sigurðsson
2-2 Haukur Páll Sigurðsson


Athugasemdir
banner
banner