Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
Niðurtalningin - Nýir tímar í Laugardalnum
Niðurtalningin - Hamingjan er í Víkinni
Hugarburðarbolti Þáttur 12
Niðurtalningin - Andinn á Sauðárkróki er einstakur
Enski boltinn - Er titilbaráttan bara búin?
Innkastið - Víkingur vinnur leiki sem Valur vinnur ekki
Niðurtalningin - Ásþórsdætur í Fylkisspjalli
Niðurtalningin - Ekki afskrifa Keflvíkingana
Útvarpsþátturinn - Kraftur í KR og umdeild dómgæsla
Enski boltinn - El Meistaradeildarveisla
Innkastið - Fljúgandi start og fullar stúkur
Hugarburðarbolti Þáttur 11
Mögnuð saga Diljár - Næstum hætt en ætlar nú á EM með Íslandi
Útvarpsþátturinn - Besti upphitunarþátturinn
Niðurtalningin - Gylfi Sig mættur á Hlíðarenda
Niðurtalningin - Bara ein leið til að toppa síðasta tímabil
Hugarburðarbolti Þáttur 10
Enski boltinn - Ekki bara bestu kaup tímabilsins
Niðurtalningin - Ungu strákarnir þekkja ekkert annað
Niðurtalningin - Höfðinginn og Sörens hlæja að spánni
   þri 03. febrúar 2015 13:00
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Upptaka - Adolf Ingi um Katar: Menn detta niður og deyja
Adolf Ingi hefur þrívegis komið til Katar.
Adolf Ingi hefur þrívegis komið til Katar.
Mynd: Fótbolti.net - Arnar Daði Arnarsson
Framkvæmdir í Doha.
Framkvæmdir í Doha.
Mynd: Getty Images
„Það sem er svo rosalega sýrt er að það er enginn íþróttaáhugi í Katar.
„Það sem er svo rosalega sýrt er að það er enginn íþróttaáhugi í Katar."
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Sú ákvörðun að halda HM í fótbolta 2022 í Katar hefur verið harðlega gagnrýnd en undirbúningur í þessu litla landi er í fullum gangi. Adolf Ingi Erlingsson fjölmiðlamaður var gestur í útvarpsþætti Fótbolta.net á dögunum þar sem rætt var um menninguna í landinu, ótrúlegt fjármagn, mútumál, þrælkunarvinnu og fleira i aðdraganda mótsins.

„Þetta er mjög sérstakt þjóðfélag. Þetta var í þriðja sinn sem ég kemt til Katar, í fyrsta sinn var 2004. Það hefur rosalega mikið breyst síðan þá. Þegar ég var þarna fyrir 11 árum voru íbúar um 700 þúsund, nú eru þeir um 2 milljónir. Fjölgunin er nánast öll erlendir farandverkamenn sem eru þarna í þrælkunarvinnu. Innfæddir Katarar eru um 275 þúsund en restin er aðkeypt vinnuafl," segir Adolf en heimamenn eru með botnlausa peningabrunna.

Sérstök borg byggð fyrir keppnina
„Stefnan hjá Katar er að byggja tíu turna á ári í miðborginni á tíu árum, semsagt 100 turna. Þessir turnar standa svo meira og minna auðir. En nóg er af peningum þarna. Rétt fyrir norðan norgina Doha er Lusail-svæðið þar sem verið að byggja nánast borg fyrir HM í fótbolta. Þar eru rosalegar framkvæmdir í gangi, það eru byggingakranar út um allt."

„Það sem er svo rosalega sýrt er að það er enginn íþróttaáhugi í Katar. Þeir vilja fá alla viðburði en Katörum sjálfum er alveg sama um allar íþróttir. Það er aðeins lítill hluti þeirra sem vinna eitthvað og þjóðaríþróttin er að fara í „mallið" að versla. Við sáum það á HM í handbolta og fleiri íþróttaviðburðum að þeir borga verkafólki fyrir að mæta á leiki til að sýna að það sé eitthvað fólk á vellinum. Stuðningsmannasveit Katar á HM í handbolta var skipuð 60 Spánverjum sem voru keyptir til landsins."

Doha býður ekki upp á margt
Sannast hefur að atkvæði voru keypt með mútugreiðslum þegar kom að því að velja stað fyrir HM í fótbolta 2022. Fljótlega eftir að Katar varð fyrir valinu fóru af stað umræður um að ómögulegt væri að halda mótið yfir sumartímann og það þyrfti að færa á vetrarmánuðina vegna ótrúlegs hita í landinu yfir hásumarið.

„HM í handbolta er að öllu leyti lítið mót þegar kemur að HM í fótbolta, sérstaklega þegar kemur að stuðningsmönnum. Það er ljóst að ef mótið verður þarna 2022 þá verða tugþúsundir stuðningsmanna að þvælast þarna um og Doha býður ekki upp á margt. Það eru nánast engar opinberar strendur og þú þarft að vera heppinn að vera með hótel sem er með almennilegri sundlaug," segir Adolf.

„Það vita það allir að fótboltastuðningsmönnum fylgir oft bjórdrykkja, skemmtun og læti. Það er mjög stíf áfengislöggjöf og barir eru aðeins inni á völdum hótelum. Sopinn kostar býsna mikið en talað hefur verið um að þeir þurfi að liðka til og setja inn einhverskonar bjórgarða fyrir erlenda stuðningsmenn."

Menn detta niður og deyja
Í Katar er ótrúlegur fjöldi þræla í vinnu við allar þær framkvæmdir sem eru í gangi, mest frá Indlandi og Nepal. Réttindi þessa fólks eru afar lítil og fjölmargir láta lífið á ári hverju.

„Þeir deyja út af ýmsu. Öryggiskröfur eru engar enda er Katörum alveg sama um þá. Opinberi hitamælirinn sýnir aldrei yfir 50 gráður því ef hitinn fer yfir 50 þarf að stoppa vinnuna. Menn eru látnir vinna áfram og menn detta niður og deyja, fyrir utan öll vinnuslysin og allt,"

„Ég fór á sjúkrahús þarna og þar var stór salur kjaftfullur af verkamönnum. Þarna sátu menn með svöðusár og brotna útlimi og biðu eftir þjónustu. Það var rosalegt að sjá þetta. Menn sátu bara í rólegheitum og biðu eftir þjónustu. Ef það deyr maður á dag þá getur maður ímyndað sér hvað það eru mörg slys."

Þetta áhugaverða viðtal má heyra í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner