Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   lau 31. janúar 2015 20:20
Arnar Geir Halldórsson
Pellegrini: Bara eitt lið sem vildi vinna leikinn
Mynd: Getty Images
Manuel Pellegrini, stjóri Man City, var svekktur með jafnteflið gegn Chelsea á Stamford Bridge.

City er í harðri baráttu við Chelsea á toppi deildarinnar en Lundúnarliðið hefur 5 stiga forskot á toppnum.

,,Við erum ekki ánægðir með stigið. Ég er ánægður með spilamennskuna. Við fengum þrjú góð í fyrri hálfleik en þeir skora úr eina færinu sem þeir fá á 90 mínútum. Þeir áttu ekki einu sinni marktilraun í seinni hálfleik."

,,Það var bara eitt lið sem mætti hingað til að vinna leikinn. Þú getur sagt að eitt stig sé gott á Stamford Bridge en það var það ekki því við vorum betri en Chelsea." sagði Sílemaðurinn, ekki allskostar sáttur við niðurstöðu leiksins.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner