lau 31. janúar 2015 22:08
Arnar Geir Halldórsson
Afríkumótið: Austur-Kongó og Miðbaugs-Gínea í undanúrslit
Það var mikil dramatík í Kongó slagnum í dag
Það var mikil dramatík í Kongó slagnum í dag
Mynd: Getty Images
Átta liða úrslit Afríkumótsins hófust í dag með tveim leikjum.

Austur-Kongó mætti Vestur-Kongó í mögnuðum leik fyrr í dag. V-Kongó virtust vera á leið í undanúrslitin en eftir klukkutíma leik var staðan 2-0 fyrir þeim. Liðsmenn A-Kongó gáfust þó ekki upp og splæstu í undraverðu endurkomu. Fjögur mörk á síðasta hálftíma leiksins færðu A-Kongó sæti í undanúrslitum en á meðal leikmanna liðsins er Yannick Bolasie, leikmaður Crystal Palace.

Þá er nýlokið leik Túnis og Miðbaugs-Gíneu. Það vantaði ekki heldur dramatíkina þar en Ahmed Akaichi kom Túnis yfir eftir 70 mínútna leik. Miðbaugs-Gínea fékk vítaspyrnu í uppbótartíma sem Javier Balboa skoraði úr og ljóst að grípa þyrfti til framlengingar. Þar reyndist Balboa hetjan en hann skoraði sigurmarkið á 112.mínútu.

Á morgun mætast svo Gana og Gínea annarsvegar, og Fílabeinsströndin og Alsír hinsvegar.

Vestur-Kongó 2-4 Austur-Kongó
1-0 F. Doré ('55)
2-0 Thievy (´62)
2-1 D. Mbokani (´65)
2-2 J. Bokila (´75)
2-3 J. Kimwaki ('81)
2-4 D. Mbokani (´90)

Túnis 1-2 Miðbaugs-Gínea
1-0 Ahmed Akaichi (´70)
1-1 Javier Balboa (´90, víti)
1-2 Javier Balboa (´112)
Athugasemdir
banner
banner
banner