Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 01. febrúar 2015 16:34
Brynjar Ingi Erluson
Fótbolti.net mótið: ÍA tók fimmta sætið eftir vítaspyrnukeppni
Hallur Flosason skoraði fyrir ÍA
Hallur Flosason skoraði fyrir ÍA
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍA 2 - 2 ÍBV (4-1 eftir vítaspyrnukeppni)
0-1 Óskar Elías Zoega Óskarsson
0-2 Gauti Þorvarðarson
1-2 Hallur Flosason
2-2 Garðar Bergmann Gunnlaugsson

ÍA tók fimmta sætið í Fótbolta.net mótinu eftir að hafa lagt ÍBV að velli eftir vítaspyrnukeppni en leikurinn fór fram í Akraneshöllinni.

Eyjamenn byrjuðu leikinn betur og virkuðu ferskir á upphafsmínútunum en liðið komst yfir með góðu marki þegar Óskar Elías Zoega Óskarsson skoraði. Ásgeir Marteinsson var ferskur í fyrri hálfleiknum hjá ÍA og átti ágætis færi en besta færi ÍA í fyrri hálfleik fékk Garðar Bergmann Gunnlaugsson er hann klúðraði vítaspyrnu undir lok fyrri hálfleiks þegar Guðjón Orri Sigurjónsson varði.

Eyjamenn bættu við öðru marki á 65. mínútu er Gauti Þorvarðarson skoraði áður en Hallur Flosason minnkaði muninn með laglegu marki er hann lék á tvo leikmenn ÍBV áður en hann skoraði. Garðar jafnaði svo metin en meira var ekki skoraði í venjulegum leiktíma.

Leikurinn fór því í vítaspyrnukeppni þar sem ÍA vann 4-1. Árni Snær Ólafsson, Ásgeir Marteinsson, Jón Vilhelm Ákason og Arnar Már Guðjónsson skoruðu allir úr sínum spyrnum.
Athugasemdir
banner
banner
banner