sun 01. febrúar 2015 17:57
Alexander Freyr Tamimi
England: Shelvey hetja Swansea gegn Southampton
Shelvey var hetja Swansea í dag.
Shelvey var hetja Swansea í dag.
Mynd: Getty Images
Southampton 0 - 1 Swansea
0-1 Jonjo Shelvey ('83 )
Rautt spjald:Ryan Bertrand, Southampton ('89)

Swansea vann í dag góðan 1-0 útisigur gegn Southampton þegar liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni.

Gylfi Þór Sigurðsson var eins og gefur að skilja ekki í leikmannahópi gegn Swansea, en hann tekur út leikbann eftir að hafa fengið sitt fyrsta rauða spjald á ferlinum í bikarnum á dögunum.

Það var Jonjo Shelvey sem tók sig til og skoraði sigurmark Swansea í leiknum á 83. mínútu með stórkostlegu skoti.

Á 89. mínútu fékk Ryan Bertrand hjá Southampton að líta rauða spjaldið og skömmu síðar var flautað til leiksloka. Swansea er nú með 33 stig í 9. sætinu en Southampton er með 42 stig í því fjórða, jafn mörg og Arsenal sem er sæti neðar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner