Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 04. febrúar 2015 11:41
Magnús Már Einarsson
ÍBV sýnir Viktori áhuga - Hafþór í samningaviðræðum
Viktor Örn Guðmundsson.
Viktor Örn Guðmundsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hafþór Þrastarson.
Hafþór Þrastarson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍBV hefur áhuga á að fá Viktor Örn Guðmundsson í sínar raðir en hann mun æfa með liðinu um næstu helgi.

Viktor, sem getur spilað á vinstri kanti og í bakverði, er á förum frá Fylki eins og fram kom á Fótbolta.net fyrr í vikunni.

,,Ég tók eftir að hann væri að losna frá Fylki og þetta er strákur sem ég þekki. Hann var að koma upp á sínum tíma þegar ég var að spila með FH," sagði Tryggvi Guðmundsson aðstoðarþjálfari ÍBV í samtali við Fótbolta.net í dag.

,,Það hefur farið minna fyrir honum undanfarin ár en ég veit hvað í honum býr og þess vegna hafði ég samband við hann. Ég ætla að bjóða honum með mér í skemmtisiglingu til Vestmannaeyja um helgina þar sem við erum með æfingahelgi í Eyjum."

,,Hann ætlar að æfa með okkur um helgina og við ætlum að sýna honum aðstæður, hvað við erum að hugsa og heyra í honum."

,,Það er gott fyrir okkur til að kynnast honum og fyrir hann að kynnast okkur. Ég veit hvað í honum býr og mig grunar að við getum fengið hann til að blómstra aftur."


Varnarmaðurinn Hafþór Þrastarson hefur æft og spilað með ÍBV undanfarnar vikur og góðar líkur eru á því að hann semji við félagið. Hafþór er uppalinn hjá FH en hann lék með Haukum síðastliðið sumar.

,,Ég og Jói (Jóhannes Harðarson, þjálfari ÍBV) erum hrifnir af því sem hann hefur sýnt okkur og við viljum bjóða honum samning. Viðræður eru í gangi og klárast vonandi sem fyrst," sagði Tryggvi.
Athugasemdir
banner
banner
banner