Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Enski boltinn - Heimskur og heimskari
Innkastið - Flugbraut fyrir meistarana og norðlensk neikvæðni
Niðurtalningin - Endar titillinn enn eitt árið á Hlíðarenda?
Niðurtalningin - Silfur er alls ekki nóg í Kópavoginum
Niðurtalningin - Dreymir um að endurtaka leikinn frá 2012
Útvarpsþátturinn - Brottvísun sem eyðilagði leikinn
Niðurtalningin - Skemmtikraftarnir úr Kaplakrika
Niðurtalningin - Nýjar áherslur og spennandi tímar í Garðabænum
Niðurtalningin - Nýir tímar í Laugardalnum
Niðurtalningin - Hamingjan er í Víkinni
Hugarburðarbolti Þáttur 12
Niðurtalningin - Andinn á Sauðárkróki er einstakur
Enski boltinn - Er titilbaráttan bara búin?
Innkastið - Víkingur vinnur leiki sem Valur vinnur ekki
Niðurtalningin - Ásþórsdætur í Fylkisspjalli
Niðurtalningin - Ekki afskrifa Keflvíkingana
Útvarpsþátturinn - Kraftur í KR og umdeild dómgæsla
Enski boltinn - El Meistaradeildarveisla
Innkastið - Fljúgandi start og fullar stúkur
Hugarburðarbolti Þáttur 11
banner
   mán 16. febrúar 2015 16:30
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Upptaka - Óli Kristjáns: Passa mig á að fá ekki 7-8 Íslendinga
Ólafur Kristjánsson.
Ólafur Kristjánsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Ég þekkti deildina eftir að hafa verið hér áður. Það sem er öðruvísi en heima er að þú ert með stærra teymi í kringum þig og fleiri sem þú þarft að stýra og stjórna. Það er ekki bara Gummi Ben sem er tiltölulega þægilegur í samskiptum," sagði Ólafur Kristjánsson þjálfari Nordsjælland í viðtali í útvarpsþættinum Fótbolti.net á laugardag.

,,Þetta er vinna og fótbolti í hausnum á manni í 24 tíma, 7 daga vikurnar, eins og hjá fleirum. Þetta er gríðarlega skemmtilegt."

Ólafur keypti Guðmund Þórarinsson frá Sarpsborg á dögunum. ,,Ég er búinn að fylgjast með Gumma síðan hann og ég vorum heima. Mér hefur alltaf fundist hann vera spennandi leikmaður. Hann hefur þroskast vel og það var góður tímapunktur að taka hann núna. Við seldum miðjumann (Anders Christiansen) til Ítalíu (til Chievo) í janúar og þá losnaði pláss sem er flott að fá hann til að fylla."

,,Hann þarf að læra og þroskast sem leikmaður. Hann vill mikið vera þar sem boltinn vera og það er jákvætt en líka neikvætt. Hann þaf að læra að láta leikinn koma til sín en ekki vera alltaf að elta leikinn. Hann er með góðan vinstri fót og góða tækni auk þess sem leikskilningurinn er alltaf að lagast.."

Ólafur reyndi einnig að fá varnarmanninn Sverri Inga Ingason frá Viking en hann fór á endanum til Lokeren í Belgíu. Guðmundur, Guðjón Baldvinsson, Rúnar Alex Rúnarsson og Adam Örn Arnarson eru allir hjá Nordsjælland en Ólafur segist þó ekki horfa of mikið til Íslands í liðsstyrk.

,,Ef það eru leikmenn sem passa inn hjá okkur og hafa möguleika á að vera betri þá kíki ég á það en ég þarf líka að passa mig á því að hér verði ekki 7-8 Íslendingar,"

Hér að ofan má hlusta á viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner