Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
   lau 21. febrúar 2015 07:00
Magnús Már Einarsson
Arnór Breki til Hammarby á reynslu
Mynd: Mosfellingur - Raggi Óla
Arnór Breki Ásþórsson, leikmaður Aftureldingar, mun í apríl fara til sænska félagsins Hammarby á reynslu.

Bæjarblaðið Mosfellingur greinir frá.

Arnór Breki er 17 ára gamall bakvörður en hann var valinn knattspyrnumaður Aftureldingar í fyrra.

Auk þess hefur hann leikið með U17 ára landsliði Íslands.

Hjá Hammarby mun Arnór Breki æfa með U19 ára liðinu og spila æfingaleik með U21 árs liði félagsins.
Athugasemdir