Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   fös 27. febrúar 2015 10:45
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Bjarni Þór og Guðmann gestir í útvarpinu á morgun
Þátturinn er á laugardögum á X-inu.
Þátturinn er á laugardögum á X-inu.
Mynd: Fótbolti.net
Útvarpsþáttur Fótbolta.net er á X-inu FM 97,7 alla laugardaga milli 12 og 14 en einnig er hægt að hlusta á hann í beinni útsendingu á netinu.

Tveir leikmenn FH koma í heimsókn á morgun. Það eru þeir Bjarni Þór Viðarsson og Guðmann Þórisson sem gengu í raðir félagsins nýlega. Mikið hefur verið í gangi á leikmannamarkaði FH-inga í vetur og spennandi tímabil framundan.

Keflvíkingurinn Elías Már Ómarsson verður á línunni en hann gekk í raðir Vålerenga í Noregi.

Þá verða leikir helgarinnar í Evrópufótboltanum skoðaðir.

Útvarpsþátturinn Fótbolti.net er á X-inu alla laugardaga kl. 12-14. Umsjónarmenn þáttarins eru Tómas Þór Þórðarson og Elvar Geir Magnússon. Hægt er að finna þá á X samfélagsmiðlinum undir @tomthordarson og @elvargeir.

Smelltu hér til að hlusta á upptökur úr eldri þáttum.

Þú getur hlustað á X-ið á netinu með því að smella hérna

Athugasemdir
banner
banner
banner