lau 28. febrúar 2015 19:40
Arnar Geir Halldórsson
Sherwood: Erum ekki of góðir til að falla
Sherwood og félagar eru í brekku
Sherwood og félagar eru í brekku
Mynd: Getty Images
Tim Sherwood, stjóri Aston Villa, leitar enn að sínum fyrstu stigum en hann tók nýverið við stjórnartaumunum á Villa Park.

Útlitið er alls ekki bjart en liðið er í næstneðsta sæti deildarinnar og hefur ekki unnið deildarleik síðan 7.desember þegar liðið vann botnlið Leicester.

,,Ég sá merki þess í dag að liðið er ekki tilbúið til að gefast upp. Það er ekki um seinan fyrir okkur, það er nóg eftir af mótinu.” sagði Sherwood.

,,Fólk segir að við séum of góðir til að falla, það er bara vitleysa. Þegar þú ert í fallbaráttu snýst allt um hugrekki og viljastyrk. Við höfum það en þurfum að bæta gæðin í leik okkar.”

,,Ég sagði við strákana eftir leik að við höfum ekki efni á að tapa fleiri stigum. Við verðum að ná í stig úr hverjum einasta leik, það er ekkert flóknara en það." sagði Sherwood.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner