lau 28. febrúar 2015 20:25
Arnar Geir Halldórsson
Enrique ósáttur með vallaraðstæður í Granada
Luis Enrique
Luis Enrique
Mynd: Getty Images
Luis Enrique, stjóri Barcelona, hrósaði leikmönnum beggja liða fyrir að hafa náð að senda boltann manna á milli á heimavelli Granada í La Liga í dag.

,,Ég verð að hrósa leikmönnunum fyrir að ná að halda boltanum innan liðsins á þessum velli. Bæði lið reyndu að spila fótbolta og það er aðdáunarvert."

Mörk frá Ivan Rakitic, Luis Suarez og Lionel Messi tryggðu 3-1 sigur og sá Enrique ástæðu til að hrósa Suarez.

,,Þó hann sé farinn að verða meira áberandi í okkar leik þá hefur hann spilað mjög vel alveg síðan hann kom inn í liðið. Vinnuframlagið frá honum er einstakt og það er áhugavert að fylgjast með honum." sagði Enrique.

Barcelona er í 2.sæti deildarinnar, stigi á eftir toppliði Real Madrid sem fær Villarreal í heimsókn annaðkvöld.
Athugasemdir
banner
banner
banner