sun 01. mars 2015 21:30
Alexander Freyr Tamimi
Mancini vill fá meira frá Podolski
Podolski er ekki alveg að finna sig hjá Inter.
Podolski er ekki alveg að finna sig hjá Inter.
Mynd: Getty Images
Roberto Mancini, þjálfari Inter, segir að framherjinn Lukas Podolski sé ekki að gera nóg fyrir liðið.

Þýski landsliðsmaðurinn kom til Inter á láni frá Arsenal í janúar, en hann hafði kvartað mikið undan því að fá ekki að spila nóg í Lundúnum.

Eftir komu sína til Ítalíu hefur Podolski þó enn ekki skorað deildarmark í átta leikjum, en hann var tekinn af velli eftir rúma klukkustund í 1-0 tapi Inter gegn Fiorentina í dag.

,,Podolski verður að gefa okkur meira," sagði Mancini eftir leikinn.

,,Þetta er alls ekki nógu gott og hann er sá fyrsti sem veit það."

Athugasemdir
banner
banner