mán 02. mars 2015 18:10
Magnús Már Einarsson
Jose Fonte: Skjótið bara á markið
Jose Fonte.
Jose Fonte.
Mynd: Getty Images
Jose Fonte, fyrirliði Southampton, vill að leikmenn liðsins fari að vera duglegri við að láta vaða á markið.

Southampton hefur misst flugið í ensku úrvalsdeildinni að undanförnu en liðið hefur einungis skorað eitt mark í síðustu fimm leikjum.

,,Við erum ekki að finna netið. Það er pirrandi en við þurfum að taka ábyrðg," sagði Fonte.

,,Enginn mun gagnrýna þig fyrir að reyna að gera eitthvað, jafnvel þó að það takist ekki."

,,Skjótið bara. Boltinn gæti farið í einhvern og í netið. Við verðum að halda áfram að reyna."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner