Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   þri 03. mars 2015 13:40
Elvar Geir Magnússon
Van Gaal: Di Maria þarf meiri tíma
Di Maria átti lofandi byrjun á tímabilinu en hefur fengið mikla gagnrýni að undanförnu.
Di Maria átti lofandi byrjun á tímabilinu en hefur fengið mikla gagnrýni að undanförnu.
Mynd: Getty Images
Angel Di Maria gæti þurft heilt ár til að aðlagast hjá Manchester United. Þetta segir knattspyrnustjórinn Louis van Gaal.

Di Maria hefur lítið getað síðan hann kom til baka úr meiðslum í janúar og var tekinn af velli í hálfleik í sigrinum gegn Sunderland síðasta laugardag.

„Ég held að það eigi við um alla leikmenn sem við kaupum, fyrsta tímabil getur alltaf verið erfitt. Við verðum að gefa honum tíma, ekki bara honum heldur öllum nýjum mönnum. Við bíðum og sjáum," segir Van Gaal.

„Það er misjafnt hversu langan tíma það tekur fyrir menn að aðlagast, ekki bara leiknum heldur menningunni. Hefðbundna svarið er eitt ár en það er ekki hægt að gefa pottþétt svar."

United á erfiða leikjadagskrá framundan. Liðið mætir Newcastle á morgun áður en það leikur gegn Arsenal í bikarnum og mætir svo Tottenham og Liverpool sem eru með því í baráttunni um Meistaradeildarsæti.

Miðjumaðurinn Michael Carrick er að snúa aftur eftir meiðsli en Van Gaal segir að leikurinn á morgun komi of snemma til að hann geti byrjað. Robin van Persie verður ekki með á morgun þar sem hann er að glíma við ökklameiðsli.
Athugasemdir
banner
banner