Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 03. mars 2015 18:30
Magnús Már Einarsson
Mourinho: Cech fer ekki nema fyrir mikinn pening
Petr Cech.
Petr Cech.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jose Mourinho, stjóri Chelsea, segist ekki ætla að leyfa Petr Cech að fara frá Chelsea í sumar nema eitthvað félag komi með risatilboð.

Thibaut Courtois hefur verið aðalmarkvörður Chelsea á tímabilinu en Cech hefur þó spilað nokkra leiki.

Cech var meðal annars í markinu í úrslitaleik enska deildabikarsins um helgina.

Brad Friedel, Craig Gordon, Rob Green, John Ruddy og Shay Given hafa allir verið orðaðir við Chelsea sem varamarkverðir fyrir næsta tímabil en Mourinho vill halda Cech.

Tékkinn hefur ítrekað verið orðaður við brottför frá Chelsea en Mourinho ætlar ekki að hleypa honum í burtu auðveldlega.

,,Ef hann segist vilja fara þá mun ég segja honum mína skoðun á honum og hún er sú að hann er einn af þremur bestu markvörðum í heimi. Það þyrfti að borga mikinn pening fyrir hann," sagði Mourinho.
Athugasemdir
banner
banner