Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   þri 03. mars 2015 17:30
Elvar Geir Magnússon
John Carver segist vita hvernig eigi að vinna Man Utd
Mynd: Getty Images
„Það verður að finna leið til að brjóta þá á bak aftur. Við höfum skoðað þá vel og vitum hvað við þurfum að gera - Ég ætla ekki að gefa það upp!" segir John Carver, stjóri Newcastle, en hans menn taka á móti Manchester United á morgun.

Carver segist skilja að það sé erfitt fyrir stuðningsmenn Man Utd að venjast nýjum og hægari leikstíl undir stjórn Louis van Gaal.

„Þeir hafa alltaf reynt að sækja hratt, notað fyrirgjafir mikið og spilað spennandi leikstíl. Nýr stjóri hefur komið inn með nýjan leikstíl þar sem liðið sýnir þolinmæði í sóknaruppbyggingunni, vill vera mikið með boltann og spilar margar útgáfur af leikkerfi sem getur oft ruglað."

„Hugmyndafræðin er samt sú sama - þeir vilja vera meira með boltann, koma þeim í svæði og inn í teiginn. En það tekur lengri tíma því hann vill hefja sóknaruppbygginguna aftast. Ég skil af hverju það pirrar suma stuðningsmenn."

Carver segir að sínir menn hafi fulla trú á því að sigur geti unnist á morgun þó Newcastle hafi aðeins unnið tvo af síðustu 24 viðureignum gegn Manchester United.

Leikirnir í enska á morgun:
19:45 Man City - Leicester
19:45 Newcastle - Man Utd
19:45 QPR - Arsenal
19:45 Stoke - Everton
19:45 Tottenham - Swansea
19:45 West Ham - Chelsea
20:00 Liverpool - Burnley
Athugasemdir
banner
banner
banner