Félög í Sádi-Arabíu vilja Casemiro og Bruno - Real vill fá Trent frá Liverpool - Alonso ætlar að stýra Liverpool, Real og Bayern
   þri 07. september 2004 06:01
Pistill: Hver er þessi Adriano?
Adriano fagnar eftir markið gegn Argentínu í Copa America
Adriano fagnar eftir markið gegn Argentínu í Copa America
Hann hefur kraft Riva, lipurð Marco van Basten og snerpu Romario. Ég hef aldrei séð jafn hæfileikaríkan leikmann"
- Roberto Mancini þjálfari Adriano hjá Inter

Adriano er leikmaður Inter á Ítalíu sem hefur verið mikið í sviðsljósinu að undanförnu. Það er því ekki úr vegi að kynnast honum aðeins betur:

ADRIANO



Ronaldo mætti fara að passa sig. Brasilíska landsliðið hefur alltaf haft mikla breidd en nú líta varamennirnir út fyrir að vera alveg jafn góðir og "þekktu nöfnin". Hinn kröftugi framherji Leite Ribeiro Adriano er 22 ára, 190 sentimetrar á hæð og rúm 90 kíló.

Hann varð í sumar markahæsti maður Copa America keppninnar og er orðið erfitt að velja hann ekki byrjunarlið Brasilíu. Að finna leikmann sem gerði betur en Adriano, að skora sjö mörk eða fleiri í Copa America verðurðu að leita langt aftur. Og hvaða nafn skildirðu finna þá? Pele! Pele skoraði átta mörk í lokakeppni Copa America árið 1959. Adriano gerir betur en Bebeto árið 1989 sem skoraði sex mörk og þeir Ronaldo og Rivaldo sem settu fimm árið 1999.

Undanfarna mánuði hefur Adriano bókstaflega verið markamaskína og Brasilísku framherjarnir sem vildu ekki spila á Copa America sjá líkega eftir því núna. Sérstaklega þegar tekið er með í reikninginn hina miklu tryggð sem hann heldur við félagslið sitt sem og landslið, jafnvel á gífurlega erfiðum tímum í einkalífinu.
Þann 25. júlí skoraði hann ómetanlegt mark í úrslitaleik Copa America gegn erkióvinunum í Argentínu sem Brasilía vann á endanum 6-4 eftir vítaspyrnukeppni. Aðeins sex dögum síðar lenti Adriano í Manchester eftir 16 klukkustunda langt flug. Daginn eftir skoraði hann eina markið í 1-0 sigurleik gegn Bolton í æfingaleik. Enn sem komið er, ekkert óeðlilegt líf hjá atvinnuknattspyrnumanni.

En þann 3. ágúst eftir að hafa spilað í þriggja liða móti með Juventus og Palermo í Mílanó fékk Adriano þær fréttir að faðir hans hefði bráðkvatt heiminn þegar hann fékk hjartaáfall. Hann flaug aftur til Rio de Janeiro daginn eftir til að sjá um jarðaförina.

Þann 9. ágúst var Adriano svo aftur kominn til Mílanó og fór strax það kvöld með Inter til Sviss þar sem liðið lék gríðarlega mikilvægan og erfiðan leik gegn Basel í forkeppni Meistaradeildarinnar. Hann barðist í gegnum tilfinningarnar og þreytuna og skoraði frábært jöfnunarmark í fyrri leiknum sem lyktaði með 1-1 jafntefli. Hann skoraði svo tvisvar í 4-1 sigrinum í síðari leiknum sem kom Inter í riðlakeppni Meistaradeildarinnar.

"Ég verð að hvíla mig núna. Ég er útslitinn. Og ég verða að jafna mig á öllu sem gekk á í Rio" sagði Adriano eftir fyrri leikinn. "Markið mitt var fallegt en þó svo að ég hafi skorað fallegri mörk hafði þetta sérstaka þýðingu. Það er tileinkað föður mínum sem stóð alltaf við hlið mér. Þú verður að læra að upplifa erfiðu augnablikin í lífinu líka."
Adriano og faðir hans höfðu verið mjög nánir, nánari en flestir feðgar eru. "Ég var 10 ára og labbaði við hliðina á honum í Vila Cruzeiro (gata í Rio) þegar byssubardagi braust út og faðir minn varð fyrir skoti. Hann hné niður fyrir framan mig og ég gat ekki hjálpað honum því vinir mínir vildi ekki leyfa mér það.

Þetta hafði gríðarleg áhrif á mig. Líf mitt breyttist þennan dag. Ég varð fullorðinn á staðnum. Í 12 ár var pabbi minn með byssukúlu í hauskúpunni. Um leið og ég byrjaði að vinna mér inn pening reyndi ég að hjálpa fjölskyldunni minni af því að hér (í fátækrahverfinu í Rio) snýst lífið um þjófnað, byssur og eiturlyf. Til að forðast allt það þarftu að hafa sterka fjölskyldu á bak við þig."


Og lífsreglur Adriano eru þær sömu í atvinnumennskunni. Þegar nokkur lið úr ensku úrvalsdeildinni vildu fá hann til sín ákvað hann að vera áfram trúr Inter. "Massimo Moratti (eigandi Inter og fyrrum forseti félagsins) bjargaði mér með því að draga mig úr fátækrahverfinu. Ég mun aldrei svíkja hann" segir Adriano.
Adriano hefur breyst. Hann er orðinn eldri. Hættuleg hlaup hans sigla framhjá varnarmönnum og banvæn skotin eru send með krafti fallbyssukúlu í netið. Aukaspyrnur hans hafa verið mældar á um 130 kílómetra hraða!

Í síðustu 10 leikjum fyrir Inter og Brasilíu í opinberum keppnum hefur Adriano skorað hvorki fleiri né færri en 14 mörk. Það er met með fórnarlömb á báðum endum. Luis Fabiano sem var byrjunarliðsmaður hjá Brasilíu þegar Copa America byrjaði, spilaði aðeins 25 mínútur í mótinu.

Það koma alltaf inn nýjar stjörnur. Á síðasta tímabili kom Kaka (AC Milan) í ítölsku knattspyrnuna. Núna er Adriano, hinn nýji Ronaldo kominn!


Athugasemdir
banner