Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 04. mars 2015 18:47
Elvar Geir Magnússon
England - Byrjunarlið Spurs og Swansea: Gylfi byrjar
Notið kassamerkið #fotboltinet á Twitter
Mynd: Getty Images
Tottenham spilar sinn sjöunda leik á 26 dögum þegar liðið fær Swansea í heimsókn í kvöld í ensku úrvalsdeildinni. Leikurinn hefst klukkan 19:45.

Gylfi Þór Sigurðsson gat ekki spilað með Swansea gegn Burnley um síðustu helgi vegna meiðsla aftan í læri en hann kemur inn í byrjunarlið nú.

Hann kemur inn í liðið í stað Tom Carroll sem er á láni frá Tottenham og má ekki spila í kvöld.

Byrjunarlið Tottenham: Lloris (f), Walker, Dier, Vertonghen, Rose; Bentaleb, Mason; Chadli, Eriksen, Townsend; Kane.

Byrjunarlið Swansea: Fabianski, Naughton, Fernandez, Williams (f), Taylor, Ki, Cork, Shelvey, Gylfi Þór Sigurðsson, Routledge, Gomis.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner