Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   mið 04. mars 2015 19:30
Ívan Guðjón Baldursson
Freyr: Margt jákvætt þrátt fyrir tap
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland tapaði fyrsta leik sínum á æfingamóti kvennalandsliða í Algarve þar sem Sviss lagði íslensku stúlkurnar af velli með tveimur mörkum gegn engu.

Freyr var ánægður með frammistöðu landsliðsins sem hann segir ekki vera í jafn góðu formi og andstæðingarnir sem eru með ellefu leikmenn í efstu deild Þýskalands sem er í fullum gangi um þessar mundir.

,,Það var margt jákvætt, við fórum gegnum lágpressu á æfingunum fyrir leik og hún gekk vel. Þær opna okkur aldrei í leiknum sem er mikil framför frá síðustu leikjum gegn þeim," sagði Freyr.

,,Þær skora úr víti sem var heldur betur ódýrt og svo skora þær úr langskoti, stöngin inn. Auðvitað er það svekkjandi og við vildum fá betri úrslit en samt sem áður tökum við frammistöðuna, varnarleikinn, hvað við náðum að halda þeim í skefjum og að við sköpuðum okkur fleiri færri en áður gegn Sviss. Sköpuðum góð færi og áttum sennilega að fá víti en ég er ósáttur við föst leikatriði."

Næsti leikur Íslands í mótinu er gegn Norðmönnum sem eru að spila við Bandaríkin og er staðan þar markalaus eftir hálftíma leik.

,,Við munum breyta leiknum okkar á móti Noregi. Við munum blanda hápressunni og lágpressunni og þurfum að æfa föst leikatriði."

Freyr notaði margar ungar og reynslulitlar landsliðskonur sem stóðu sig vel gegn sterku liði Sviss.

,,Við erum mjög ánægð með ungu stelpurnar. Sviss var með sitt sterkasta lið fyrir utan einn leikmann og ég er stoltur af þeim. Þær voru að spila við leikmenn í hæsta gæðaflokki og þetta hjálpar okkur að styrkja hópinn fyrir næstu undankeppni."
Athugasemdir
banner
banner
banner