fim 05. mars 2015 09:00
Magnús Már Einarsson
Sjónvarpsþátturinn í kvöld - Mið-Ísland þema
Björn Bragi Arnarsson kíkir í heimsókn.
Björn Bragi Arnarsson kíkir í heimsókn.
Mynd: Instagram
Sjónvarpsþátturinn Fótbolti.net er á sínum stað á ÍNN klukkan 20:30 í kvöld.

Þátturinn er endursýndur klukkan 22:30 og á morgun kemur upptaka af þættinum inn á Fótbolta.net.

Á fimmtudag munu þrír meðlimir úr uppistandshópnum Mið-Ísland kíkja í heimsókn og ræða fótboltann.

Þeir munu meðal annars ræða hvernig fótbolti hefur komið við sögu í uppistandi þeirra í gegnum tíðina og þá munu þeir ræða hvaða fótboltamaður í heiminum í dag væri líklegastur til að ná langt sem uppistandari.

Þáttastjórnandi er Magnús Már Einarsson.

Gestir þáttarins:
Björn Bragi Arnarsson
Halldór Halldórsson - Dóri DNA
Jóhann Alfreð Kristinsson

Sjá einnig:
Smelltu hér til að sjá upptöku úr fyrsta þætti (5. febrúar)
Smelltu hér til að sjá upptöku úr öðrum þætti (12. febrúar)
Smelltu hér til að sjá upptöku úr þriðja þætti (19. febrúar)
Smelltu hér til að sjá upptöku úr fjórða þætti (26. febrúar)
Athugasemdir
banner
banner
banner