Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 05. mars 2015 11:21
Magnús Már Einarsson
Poyet ákærður fyrir hegðun sína
Poyet og Bruce fóru að rífast.
Poyet og Bruce fóru að rífast.
Mynd: Getty Images
Gus Poyet, stjóri Sunderland, hefur fengið ákæru frá enska knattspyrnusambandinu.

Poyet sparkaði í vatnsbrúsa eftir að Jack Rodwell fékk gula spjaldið fyrir leikaraskap á 35. mínútu.

Poyet var allt annað en sáttur og á endanum var hann rekinn upp í stúku.

Áður en Poyet fór upp í stúku fór hann hins vegar að rífast við Steve Bruce stjóra Hull sem brást illa við.

Enska knattspyrnusambandið hefur nú ákært Poyet og sagt Bruce að haga sér betur í framtíðinni.
Athugasemdir
banner
banner