Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 05. mars 2015 12:45
Elvar Geir Magnússon
Gary Neville langbesti sparkspekingurinn
Gary Neville er langvinsælastur.
Gary Neville er langvinsælastur.
Mynd: FourFourTwo
„Neville og Carragher eru svo góðir á mánudagskvöldum, ég nýt þess meira að horfa á þá en leikina," segir leikmaður í Championship-deildinni sem tók þátt í stórri könnun sem FourFourTwo stóð fyrir.

Kannað var hver væri besti sparkspekingurinn í bresku sjónvarpi samkvæmt atvinnufótboltamönnum landsins.

Langmest mark er tekið á því sem Gary Neville segir en þessi fyrrum fyrirliði Manchester United fékk 70% atkvæða.

Í öðru sæti var Jamie Carragher með 15% en Neville og Carragher stýra saman mánudagsþætti á Sky Sports.

Robbie Savage hjá BT Sports fékk hinsvegar ekki góðar undirtektir en hann er óvinsælasti sparkspekingurinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner