Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 05. mars 2015 14:00
Elvar Geir Magnússon
Japan ræður Halilhodzic (Staðfest)
Vahid Halilhodzic.
Vahid Halilhodzic.
Mynd: Getty Images
Bosníumaðurinn Vahid Halilhodzic hefur verið ráðinn landsliðsþjálfari Japans.

Hann tekur við af Javier Aguirre sem rekinn var fyrr á árinu vegna lélegs árangur í Asíbikarnum og rannsóknar á ásökunum um að hafa tekið þátt í hagræðingu úrslita á sínum tíma.

Halilhodzic hefur starfað við þjálfun síðan 1990 og hefur komið víða við.

Hann var landsliðsþjálfari Alsírs og Fílabeinsstrandarinnar ásamt því að hafa stýrt Paris Saint Germain, Dinamo Zagreb og Trabzonspor.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner