Newcastle vill læra af síðasta sumri - Arsenal í baráttu við PSG um leikmann - Man Utd búið að krækja í ungan leikmann
   fös 06. mars 2015 21:25
Brynjar Ingi Erluson
Lengjubikarinn: Þorsteinn Már sá um Fram
Mynd: Ingólfur Hannes Leósson
KR 1 - 0 Fram
1-0 Þorsteinn Már Ragnarsson

KR sigraði Fram með einu marki gegn engu í Lengjubikar karla í kvöld en Þorsteinn Már Ragnarsson skoraði sigurmarkið í fyrri hálfleik.

KR-ingar stilltu upp afar öflugu liði en Rasmun Christiansen, Sören Frederiksen, Pálmi Rafn Pálmason og Skúli Jón Friðgeirsson byrjuðu allir.

Þorsteinn gerði eina mark leiksins en þetta var fyrsti sigur KR-inga í Lengjubikarnum þetta árið.

KR-ingar eru því með 3 stig eftir þrjá leiki en Fram er með ekkert stig eftir jafnmarga leiki.
Athugasemdir
banner
banner